Erlent

Vísbendingar um að Írar hafi fellt Lissabonsáttmálann

Mjög lítil kjörsókn á Írlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabonsáttmálann þykir benda til að hann hafi verið felldur.

Endanleg úrslit í atkvæðagreiðslunni munu þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir hádegið í dag. Aðeins 42% kjósenda á Írlandi höfðu fyrir því að greiða atkvæði sitt um sáttmálann sem gerir ráð fyrir umtalsverðum breytingum á stjórnskipan Evrópusambandsins.

Fari svo að Írar hafi fellt Lissabonsáttmálann er hann þar með úr sögunni því öll aðldarlönd sambandsins þurfa að staðfesta hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×