Innlent

Skorað á samgönguráðherra

Stykkishólmur.
Stykkishólmur.

Félag Vinstri Grænna í Stykkishólmi skorar á Samgönguráðherra að ganga nú þegar til samninga við Sæferðir vegna ferða Breiðafjarðarferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Markmiðið þarf að vera að tryggja áfram og til lengri tíma óbreyttan ferðafjölda og þjónustu ferjunnar yfir fjörðinn . Ferðirnar eru gríðarlega mikilvæg samgönguæð fyrir vöru- og fólksflutninga milli Vestfjarða og Snæfellsnes," segir í tilkynningunni og bent á að samstarf íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum við Fjölbrautaskóla Snæfellinga byggi á þessum ferðum.

„Að óbreyttu fer ferðum að fækka um mánaðarmótin maí/ júní frá því sem verið hefur og falla líklega alveg niður 2009 a.m.k að vetrinum er samningur um siglingarnar rennur út. Ljóst er að grípa þarf til aðgerða strax til að tryggja óbreytta þjónustu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×