Innlent

Mikil skjálftavirkni í gær og nótt

Mikil skjálftavirkni var á skjálftasvæðinu í Ölfusi í gærkvöldi og í nótt. Fjórir skjálftar á bilinu 3,3 til 3,6 stig á richter urðu í gærkvöldi og um fimmtán mínútur yfir fimm í morgun varð jarðskjálfti upp á 3,5 stig á richter. Búast má við fleiri eftirskjálftum á næstu dögum.

Fyrsti skjálftinn reið yfir fimm mínutur yfir 10 og mældist hann 3,4 stig og aðeins tveimur mínútum síðar varð jarðskjálfti upp á 3,5 stig á richter. Rétt fyrir ellefu í gærkvöldi varð jarðskjálfti upp á 3,3 stig á ricther og um 15 mínútum síðar varð jarðskjálfti upp á 3,6 stig. Og um 15 mínútur yfir 5 í morgun varð jarðskjálfti upp á 3,5 stig á richter. Þar að auki hafa mælst fjölmargir smáskjálftar, flestir innan við 1,5 stig á richter en þó nokkrir yfir 2 stig.

Ljóst er að íbúar á svæðinu er enn uggandi vegna jarðskjálftanna því í gær leituðu 11 manns á fjöldahjálparstöðina í Vallaskóla á Selfossi eftir skjálftana.

Margir sem höfðu hugað að heimför í ákváðu einnig að dvelja lengur í fjöldahjálparstöðvunum, bæði í Hveragerði og á Selfossi. Þá gistu einnig nokkrir í fjöldarhjálparstöðvunum á Stokkseyri og Eyrarbakka.

Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, segir að búast megi við eftirskjálftum næstu daga en töluvert dragi úr þeim fyrstu vikuna eftir stóra skjálftann sem varð á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×