Erlent

Viðræður um þjóðstjórn í Zimbabwe ganga vel

Morgan Tsvangirai verður hugsanlega forsætisráðherra.
Morgan Tsvangirai verður hugsanlega forsætisráðherra.

Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe sagði fréttamönnum í dag að viðræður um þjóðstjórn gengju mjög vel. Bæði Tsvangirai og Robert Mugabe forseti eru nú í Suður-Afríku þar sem þeir sitja fund þróunarsamtaka Afríkuríkja.

Búist er við að viðræðurnar leiði til þess að Mugabe verði áfram forseti Zimbabwe en Tsvangirai forsætisráðherra. Verið er að reyna að gera út um hver valdahlutföllin eigi að vera. Stjórnarandstaðan vill að Mugabe verði valdalaus þjóðhöfðingi, en sá gamli er ekki alveg á þeim buxunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×