Erlent

Egypsk kona ól sjöbura

Börnin fóru í hitakassa. Mynd/ AFP.
Börnin fóru í hitakassa. Mynd/ AFP.

Tuttugu og sjö ára gömul egypsk kona ól sjöbura um helgina. Börnin sjö, fjórir drengir og þrjár stelpur, voru öll tekin með keisaraskurði. Börnin fæddust fyrir tímann og vógu á bilinu 1450 grömm til 2800 grömm. Þeim var komið fyrir í hitakassa strax eftir fæðinguna. Líðan móður þeirra er eftir aðstæðum góð. Hún og eiginmaður hennar áttu þrjár dætur fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×