Innlent

Fyrsti laxinn á land úr Norðurá

Marinó Marinósson, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur, setti í fyrsta laxinn í Norðurá á veiðitímabilinu, sem hófst klukkan sjö í morgun.

Það var tólf punda nýgengin hrygna, sem nartaði í fluguna Maríu, á Eyrinni, rétt við Laxfoss. Henni var sleppt.

Nú fer veiðitíminn að hefjast í ánum einni af annarri en auk Noðrurár hófst veiðin í Blöndu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×