Gleymum ekki sögunni Steinþór Jóhannsson skrifar 18. júlí 2008 05:45 Komið þið sælir, kæru Kópavogsbúar. Fyrir skemmstu fékk ég mér göngu um Sæbólsbraut og Fossvoginn, þar fyrir neðan, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. En eitt stakk mig þó. Það var búið að rífa húsið hans Gauja skó, sem ýmist var kallað Litla Sæból, Gamla Sæból, eða Ytra Sæból í minni æsku. Mundi ég þá að ég hafði aldrei tekið almennilegar myndir af þessu húsi. Og nú var það horfið. Í þessu húsi bjó lengst af í minni æsku maður sem hét Guðjón og var Ísfirðingur. Í húsinu rak hann skósmíðaverkstæði og var jafnframt bátasmiður og réri til fiskjar í Fossvoginum. Á lóðinni stendur nú skilti þar sem segir að þar eigi að reisa 300 fermetra hús. Því er ég að minnast á þetta? Vegna þess að mér flaug strax í hug: Hvað verður næst? Ekki alls fjarri standa tvö hús sem eru eiginlega saga Kópavogs og persóna sem í þessum húsum bjuggu, sem má með rétti segja að hafi skapað Kópavog. Þá er ég að tala um húsin Sæból og Marbakka. Í Sæbóli bjuggu Þórður Þorsteinsson og Helga Sveinsdóttir ásamt börnum sínum. Þórður var fyrsti og eini hreppstjóri Kópavogshrepps og hafði alla tíð mikil áhrif til framfara fyrir hreppinn. Þetta hús stendur enn. Í Marbakka bjuggu Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Jakobsdóttir, kona hans, og þeirra börn. Þau hjón voru fyrstu bæjarstjórar hins nýstofnaða Kópavogskaupstaðar; Finnbogi fyrsti bæjarstjóri og Hulda annar bæjarstjóri, fyrst allra kvenna á Íslandi. Marbakki stendur enn. Það er dæmigert fyrir það hvernig fólk byrjaði að byggja yfir sig í Kópavogi. Fyrst lítill skúr, svo annar, svo koll af kolli, þar til komnar voru sæmilega íbúðarhæfar vistarverur. Ég minnist á þetta vegna þess að þótt Kópavogsbær sé aðeins 53 ára á bærinn sér sögu, þá sérstaklega í þessum tveimur húsum sem standa við Fossvoginn. Spurningin er hvort ekki sé ástæða fyrir bæinn að leysa þessi tvö hús til sín, laga þau lítillega og búa til minjasafn um persónusögu þess fólks sem þar bjó og er samofið uppvaxtarárum bæjarins. Ég skora á bæjaryfirvaldið að íhuga þetta mál áður en einhver byggingarverktaki kaupir þessi hús, mokar þeim burtu og reisir þar stórhýsi. Þessi hús eiga sér sögu. Reykjavík er að henda milljarði í ónýta timburkofa sem eiga sér enga sögu. Akureyringar eiga Davíðshús, Nonnahús og Sigurhæðir en við eigum ekki hús Jóns úr Vör. Mér þykir vænt um fæðingarhrepp minn. Með kærri kveðju, til umræðu og íhugunar. Höfundur er skáld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Komið þið sælir, kæru Kópavogsbúar. Fyrir skemmstu fékk ég mér göngu um Sæbólsbraut og Fossvoginn, þar fyrir neðan, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. En eitt stakk mig þó. Það var búið að rífa húsið hans Gauja skó, sem ýmist var kallað Litla Sæból, Gamla Sæból, eða Ytra Sæból í minni æsku. Mundi ég þá að ég hafði aldrei tekið almennilegar myndir af þessu húsi. Og nú var það horfið. Í þessu húsi bjó lengst af í minni æsku maður sem hét Guðjón og var Ísfirðingur. Í húsinu rak hann skósmíðaverkstæði og var jafnframt bátasmiður og réri til fiskjar í Fossvoginum. Á lóðinni stendur nú skilti þar sem segir að þar eigi að reisa 300 fermetra hús. Því er ég að minnast á þetta? Vegna þess að mér flaug strax í hug: Hvað verður næst? Ekki alls fjarri standa tvö hús sem eru eiginlega saga Kópavogs og persóna sem í þessum húsum bjuggu, sem má með rétti segja að hafi skapað Kópavog. Þá er ég að tala um húsin Sæból og Marbakka. Í Sæbóli bjuggu Þórður Þorsteinsson og Helga Sveinsdóttir ásamt börnum sínum. Þórður var fyrsti og eini hreppstjóri Kópavogshrepps og hafði alla tíð mikil áhrif til framfara fyrir hreppinn. Þetta hús stendur enn. Í Marbakka bjuggu Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Jakobsdóttir, kona hans, og þeirra börn. Þau hjón voru fyrstu bæjarstjórar hins nýstofnaða Kópavogskaupstaðar; Finnbogi fyrsti bæjarstjóri og Hulda annar bæjarstjóri, fyrst allra kvenna á Íslandi. Marbakki stendur enn. Það er dæmigert fyrir það hvernig fólk byrjaði að byggja yfir sig í Kópavogi. Fyrst lítill skúr, svo annar, svo koll af kolli, þar til komnar voru sæmilega íbúðarhæfar vistarverur. Ég minnist á þetta vegna þess að þótt Kópavogsbær sé aðeins 53 ára á bærinn sér sögu, þá sérstaklega í þessum tveimur húsum sem standa við Fossvoginn. Spurningin er hvort ekki sé ástæða fyrir bæinn að leysa þessi tvö hús til sín, laga þau lítillega og búa til minjasafn um persónusögu þess fólks sem þar bjó og er samofið uppvaxtarárum bæjarins. Ég skora á bæjaryfirvaldið að íhuga þetta mál áður en einhver byggingarverktaki kaupir þessi hús, mokar þeim burtu og reisir þar stórhýsi. Þessi hús eiga sér sögu. Reykjavík er að henda milljarði í ónýta timburkofa sem eiga sér enga sögu. Akureyringar eiga Davíðshús, Nonnahús og Sigurhæðir en við eigum ekki hús Jóns úr Vör. Mér þykir vænt um fæðingarhrepp minn. Með kærri kveðju, til umræðu og íhugunar. Höfundur er skáld.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun