Gleymum ekki sögunni Steinþór Jóhannsson skrifar 18. júlí 2008 05:45 Komið þið sælir, kæru Kópavogsbúar. Fyrir skemmstu fékk ég mér göngu um Sæbólsbraut og Fossvoginn, þar fyrir neðan, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. En eitt stakk mig þó. Það var búið að rífa húsið hans Gauja skó, sem ýmist var kallað Litla Sæból, Gamla Sæból, eða Ytra Sæból í minni æsku. Mundi ég þá að ég hafði aldrei tekið almennilegar myndir af þessu húsi. Og nú var það horfið. Í þessu húsi bjó lengst af í minni æsku maður sem hét Guðjón og var Ísfirðingur. Í húsinu rak hann skósmíðaverkstæði og var jafnframt bátasmiður og réri til fiskjar í Fossvoginum. Á lóðinni stendur nú skilti þar sem segir að þar eigi að reisa 300 fermetra hús. Því er ég að minnast á þetta? Vegna þess að mér flaug strax í hug: Hvað verður næst? Ekki alls fjarri standa tvö hús sem eru eiginlega saga Kópavogs og persóna sem í þessum húsum bjuggu, sem má með rétti segja að hafi skapað Kópavog. Þá er ég að tala um húsin Sæból og Marbakka. Í Sæbóli bjuggu Þórður Þorsteinsson og Helga Sveinsdóttir ásamt börnum sínum. Þórður var fyrsti og eini hreppstjóri Kópavogshrepps og hafði alla tíð mikil áhrif til framfara fyrir hreppinn. Þetta hús stendur enn. Í Marbakka bjuggu Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Jakobsdóttir, kona hans, og þeirra börn. Þau hjón voru fyrstu bæjarstjórar hins nýstofnaða Kópavogskaupstaðar; Finnbogi fyrsti bæjarstjóri og Hulda annar bæjarstjóri, fyrst allra kvenna á Íslandi. Marbakki stendur enn. Það er dæmigert fyrir það hvernig fólk byrjaði að byggja yfir sig í Kópavogi. Fyrst lítill skúr, svo annar, svo koll af kolli, þar til komnar voru sæmilega íbúðarhæfar vistarverur. Ég minnist á þetta vegna þess að þótt Kópavogsbær sé aðeins 53 ára á bærinn sér sögu, þá sérstaklega í þessum tveimur húsum sem standa við Fossvoginn. Spurningin er hvort ekki sé ástæða fyrir bæinn að leysa þessi tvö hús til sín, laga þau lítillega og búa til minjasafn um persónusögu þess fólks sem þar bjó og er samofið uppvaxtarárum bæjarins. Ég skora á bæjaryfirvaldið að íhuga þetta mál áður en einhver byggingarverktaki kaupir þessi hús, mokar þeim burtu og reisir þar stórhýsi. Þessi hús eiga sér sögu. Reykjavík er að henda milljarði í ónýta timburkofa sem eiga sér enga sögu. Akureyringar eiga Davíðshús, Nonnahús og Sigurhæðir en við eigum ekki hús Jóns úr Vör. Mér þykir vænt um fæðingarhrepp minn. Með kærri kveðju, til umræðu og íhugunar. Höfundur er skáld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Komið þið sælir, kæru Kópavogsbúar. Fyrir skemmstu fékk ég mér göngu um Sæbólsbraut og Fossvoginn, þar fyrir neðan, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. En eitt stakk mig þó. Það var búið að rífa húsið hans Gauja skó, sem ýmist var kallað Litla Sæból, Gamla Sæból, eða Ytra Sæból í minni æsku. Mundi ég þá að ég hafði aldrei tekið almennilegar myndir af þessu húsi. Og nú var það horfið. Í þessu húsi bjó lengst af í minni æsku maður sem hét Guðjón og var Ísfirðingur. Í húsinu rak hann skósmíðaverkstæði og var jafnframt bátasmiður og réri til fiskjar í Fossvoginum. Á lóðinni stendur nú skilti þar sem segir að þar eigi að reisa 300 fermetra hús. Því er ég að minnast á þetta? Vegna þess að mér flaug strax í hug: Hvað verður næst? Ekki alls fjarri standa tvö hús sem eru eiginlega saga Kópavogs og persóna sem í þessum húsum bjuggu, sem má með rétti segja að hafi skapað Kópavog. Þá er ég að tala um húsin Sæból og Marbakka. Í Sæbóli bjuggu Þórður Þorsteinsson og Helga Sveinsdóttir ásamt börnum sínum. Þórður var fyrsti og eini hreppstjóri Kópavogshrepps og hafði alla tíð mikil áhrif til framfara fyrir hreppinn. Þetta hús stendur enn. Í Marbakka bjuggu Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Jakobsdóttir, kona hans, og þeirra börn. Þau hjón voru fyrstu bæjarstjórar hins nýstofnaða Kópavogskaupstaðar; Finnbogi fyrsti bæjarstjóri og Hulda annar bæjarstjóri, fyrst allra kvenna á Íslandi. Marbakki stendur enn. Það er dæmigert fyrir það hvernig fólk byrjaði að byggja yfir sig í Kópavogi. Fyrst lítill skúr, svo annar, svo koll af kolli, þar til komnar voru sæmilega íbúðarhæfar vistarverur. Ég minnist á þetta vegna þess að þótt Kópavogsbær sé aðeins 53 ára á bærinn sér sögu, þá sérstaklega í þessum tveimur húsum sem standa við Fossvoginn. Spurningin er hvort ekki sé ástæða fyrir bæinn að leysa þessi tvö hús til sín, laga þau lítillega og búa til minjasafn um persónusögu þess fólks sem þar bjó og er samofið uppvaxtarárum bæjarins. Ég skora á bæjaryfirvaldið að íhuga þetta mál áður en einhver byggingarverktaki kaupir þessi hús, mokar þeim burtu og reisir þar stórhýsi. Þessi hús eiga sér sögu. Reykjavík er að henda milljarði í ónýta timburkofa sem eiga sér enga sögu. Akureyringar eiga Davíðshús, Nonnahús og Sigurhæðir en við eigum ekki hús Jóns úr Vör. Mér þykir vænt um fæðingarhrepp minn. Með kærri kveðju, til umræðu og íhugunar. Höfundur er skáld.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar