Erlent

Innflytjendur krefja Vítisengla um bætur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP

Leiðtogi samtaka innflytjenda í Kaupmannahöfn hefur krafist þess að vélhjólasamtökin Vítisenglar afhendi lögreglu þrjá félaga sem talið er að hafi staðið á bak við morðið á 19 ára gömlum innflytjanda í ágúst.

Auk þess telur hann eðlilegt að vélhjólasamtökin greiði fjölskyldu hins látna skaðabætur og segir það ekki stórvægilegt mál fyrir samtök á stærð við Vítisenglana. Lögregla hefur að minnsta kosti einn grunaðan um morðið en hefur ekki haft hendur í hári hans enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×