Innlent

Öflugur jarðskjálfti á Hellisheiði

Öflugur jarðskjálfti sem á upptök sín í Skálafelli á Hellisheiði varð fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er skjálftinn líklega á bilinu 4 til 4,5 stig á Richter. Skjálftinn fannst vel í Hveragerði og Þorlákshöfn.

Skjálftinn fannst betur í Þorlákshöfn en aðrir og er því líklega austar en þeir sem hafa verið á svæðinu undanfarið og er öflugri.

Jarðskjálftafræðingur á Verðurstofu Íslands sagðist ekki geta svarað því til hvort von væri á stórum skjálfta í kjölfarið en þar eru allir á tánum og fylgjast vel með.

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sagði í samtali við Fréttastofu Sjónvarps nú fyrir stundu að ekki sæjust nein merki þess að von væri á stórum skjálfta í kjölfar þess sem reið yfir um 18:30 í kvöld.

„Við sjáum ekki nein merki þess að stórir skjálftar séu að búa um sig einhversstaðar," sagði Ragnar og benti á að staðan væri önnur en árið 2000 þegar stóru skjálftarnir voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×