Innlent

Nauðsynlegt að láta Guðmund fara

Andri Ólafsson skrifar
Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Guðmundar Þóroddsonar og stjórnar Orkuveitu Reykjvíkur, því hafi það verið nauðsynlegt að hann léti af störfum sem forstjóri Orkuveitunnar.

Starfsfólk OR lýsti í dag yfir undrun og vonbrigðum með ákvörðun Ástu og félaga hennar í meirihluta stjórnar Orkuveitunnar.

Starfsfólkið átaldi einnig stjórnina fyrir "algjöran skort á upplýsingum".

Ásta segist skilja þessa gagnrýni að einhverju leiti en tekur fram að ákvörðanir af þessu tagi eigi sér aldrei langann opinberan aðdraganda.

Hún sagði að ákvörðunin um að Guðmundur Þóroddson léti af störfum hafi verið erfið en nauðsynleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×