Innlent

Skemmdarverk unnið á sýningarskála víkingaskips

Myndin er á vef vf.is
Myndin er á vef vf.is

Skemmdarverk var unnið á sýningarskála víkingaskipsins Íslendings á Fitjum í Reykjanesbæ um helgina þegar fjórar stórar rúður og þrjár minni voru brotnar.

Víkurfréttir hafa það eftir Gunnari Marel Eggertssyni skipstjóra Íslendings að tjónið hlaupi á milljónum króna og skemmdarvargarnir geti hrósað happi að hafa ekki skaðast á stórum og þungum glerbrotunum.

Lögregla rannsakar nú málið, en engin sértakur mun liggja undir grun. Ráðgert er að skálinn verði fullbúinn síðar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×