Innlent

Breytingum ætlað að tengja háskólann betur við atvinnulífið

Sigurður Kári Kristjánsson er formaður menntamálanefndar.
Sigurður Kári Kristjánsson er formaður menntamálanefndar.

Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, segir að breytingarnar séu til þess fallnar að tengja háskólann betur við atvinnulífið. Breytingarnar eigi að stuðla að því að skipaðir verði aðilar úr atvinnulífinu í ráðið og þannig aukist samstarf háskólans við atvinnulífið. Með breytingum færist skólinn í svipað horf og þekkist á Norðurlöndunum og hjá Háskólanum í Reykjavík en þar er enginn úr sjálfum háskólanum í æðsta ráði skólans.

„Spurning er samt alltaf hver eigi að standa að slíkri skipan. Menntamálaráðherra er náttúrulega æðsti yfirmaður menntamála í landinu og það segir sig sjálft að ráðherrann muni ekki eingöngu skipa einhverja menn úti í bæ í æðsta ráð Háskóla Íslands," segir Sigurður.

Katrín Júlíusdóttir: „Illskárri kosturinn valinn“.

Ekki náðist samstaða innan menntamálanefndar um gerð laganna og setti Katrín Júlíusdóttir, nefndarmaður Samfylkingarinnar, sérstakan fyrirvara í nefndarálit um atriði sem snéru að háskólaráði. „Þessi niðurstaða var illskárri kosturinn," segir Katrín og vitnar þar til þess að í upphafi var gert ráð fyrir sjö manna háskólaráði þar sem nemendur og háskólasamfélagið höfðu eingöngu einn fastan fulltrúa hvort í ráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×