Innlent

Rannsókn Grímseyjar- og Byrgismála senn lokið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Húsnæði Byrgisins.
Húsnæði Byrgisins. MYND/Stefán

Gera má ráð fyrir að um það bil mánaðarlöng vinna sé eftir við rannsókn efnahagsbrotadeildar á máli Brynjólfs Árnasonar, fyrrverandi sveitarstjóra í Grímsey, sem grunaður er um stórfelld fjársvik, og þeim hluta Byrgismálsins er snýr að fjárreiðum Byrgisins.

Skýrslutökur standa nú yfir og er vinnan langt komin samkvæmt Birni Þorvaldssyni, saksóknara hjá efnahagsbrotadeild. Sá fyrirvari er þó gerður að málsatvik sem upp komi við skýrslutökur geti kallað á frekari rannsókn og sé því erfitt að spá nákvæmlega fyrir um lok rannsóknarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×