Innlent

Franskir ferðamenn heilir á húfi

Þyrla Landhelgisgæslunnar, Gná, fann rétt í þessu franska ferðamenn sem óttast var um eftir að bíll sem þeir voru með á leigu fannst mannlaus rétt við Landmannahelli í gær. Fólkið var í Landmannalaugum og amaði ekkert að því.

Þónokkur fjöldi björgunarsveitamanna hafði hafið leit að fólkinu og voru sporhundar fengnir til að rekja slóð þeirra frá bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×