Innlent

Óánægðir starfsmenn OR funda

Nú stendur yfir lokaður fundur starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur. Fjölmiðlar eru á staðnum en þeim var vísað af fundinum áður en hann hófst.

Á fundinum er unnið að því að semja yfirlýsingu til stuðnings Guðmundar Þóroddsonar fráfarandi forstjóra auk þess sem ætlunin er að lýsa yfir óánægju með litla upplýsingagjöf yfirstjórnar til starfsfólks.

Mikill stuðningur er við Guðmund á fundinum og yfirlýsingu um að hann nyti trausts starfsfólks var tekið með dúndrandi lófataki.

Búist er við því að starfsmannafélagið sendi frá sér yfirlýsingu um málið að fundi loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×