Innlent

Átta manns létust fyrir utan danska sendiráðið í Pakistan

Átta manns létust í sjálfsmorðssprengingu í morgun nálægt danska sendiráðinu í Islamabad, höfuðborg Pakistan. Ekki er ljóst hver stendur að baki sprengingunni en sendiráðum Danmerkur hefur áður verið ógnað eftir að myndir af Múhammeð spámanni voru endurbirtar í dönskum fjölmiðlum í febrúar.

Öryggi hafði verið hert í kringum danska sendiráðið í Pakistan eftir þær myndbirtingar og flestallt erlendt starfsfólk flutt annað þannig að ólíklegt er að einhverjir Danir hafi látist í sprengingunni.

Árásin var sú fyrsta í Islambad síðan gert var árás á ítalskt veitingahús þann 15. mars síðastliðinn en óeirðir hafa dregist saman í Pakistan eftir að ný ríkistjórn tók þar við fyrir tveimur mánuðum.

Norðmenn hafa tekið þá ákvörðun að loka sendiráði sínu í borginni í kjölfar árásarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×