Innlent

Borholur gætu gefið vísbendingar um yfirvofandi skjálfta

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun.

Vísindamenn kanna nú hvort samband kunni að vera á milli þess að virkni í rannsóknarholu á Hellisheiði tvöfaldaðist að morgni fimmtudags, nokkrum klukkustundum áður en Suðurlandsskjálftinn reið af.

Ef það verður niðurstaðan gætu borholur hugsanlega orðið þýðingarmikil viðvörunartæki fyrir stóra skjálfta, en ýmissa breytinga varð líka vart í borholum fykrir stóra skjálftan 17. júní árið tvö þúsund og skjálftann þremur dögum síðar.

Holan sem breytti sér núna er í Hverahlíð og sést sunnan megin við þjóðveginn upp á há heiðinni þegar ekið er austur. Helldur kaldari æðar liggja að henni eftir því sem dýpra dregur og velta vísindamenn nú fyrir sér hvort þrýstingur í jörðu hafi klemmt þær saman, eða lokað þeim þannig að hlutfall heitari æðanna hafi hækkað.

Dýpri æðarnar kunna líka að hafa hreinsað sig út og aukið flæði heitara vatns. Að svo stöddu vilja vísindamenn engu spá um hvort hægt verði að sjá fyrir jarðhræringar út frá skyndilegum og óvæntum breytingum í borholum, en það sé vissulega þess virði að reyna að ganga úr skugga um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×