Erlent

Átta hermenn farast í sprengingu í Tyrklandi

Tyrkneski herinn. Úr myndasafni.
Tyrkneski herinn. Úr myndasafni.

Átta tyrkneskir hermenn léstust þegar jarðsprengja sprakk í héraðinu Erzincan í austurhluta Tyrklands í morgun. Frá þessu greina þarlendir fjölmiðlar. Fjórir til viðbótar særðust í tilræðinu.

Frekari upplýsingar um málið voru ekki veittar að svo stöddu en greint frá því að uppreisnarmenn úr röðum Kúrda, sem vilja sjálfstæði frá Tyrklandi, notuðu oft jarðsprengjur í aðgerðum sínum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×