Ekki einu sinni skráður í Framsóknarflokkinn Breki Logason skrifar 19. desember 2008 11:42 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur og fyrrverandi fréttamaður segir fólk héðan og þaðan af landinu hafa haft samband við sig að undanförnu. Mikið af því fólki virðist vilja fá hann til formennsku í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir sérstakt að framsóknarmenn vilji hann sem formann þar sem hann sé ekki einu sinni skráður í flokkinn. Hann segist ekki vera á leiðinni í pólitík sem stendur. „Já, það virðist vera mikill áhugi fyrir því svona héðan og þaðan. Ég veit nú eiginlega ekki hvernig það gerðist enda er ég ekkert í flokknum og hafði ekki hugsað mér að taka neinn þátt í pólitík," segir Sigmundur í samtali við Vísi. Sigmundur segir að vissulega sé dálítið sérstakt að fólk héðan og þaðan af landinu hafi haft samband við sig vegna þessa. Meðal annars hafði hópur fólks af Austurlandi samband við Sigmund sem hann hafði aldrei hitt áður. Hann fór hinsvegar Austur í síðustu viku og hitti þetta fólk. „Þau höfðu samband og voru að kanna áhuga minn á þessu. Ég sagði þeim að ég teldi þetta ekki raunhæft en það væri sjálfsagt mál að hitta hvern sem vildi ræða almennt um stöðu landsins og hvaða leiðir væru færar í því," segir Sigmundur. Hann segir að á síðustu vikum hafi hann verið að beita sér í þeim málum sem snerta stöðu þjóðarinnar. En hann hefur meðal annars verið í forsvari fyrir Indefence hópinn. „Ég hef sagt við þá sem telja mig hafa eitthvað fram að færa að það sé sjálfsagt mál að ræða málin, ég hef hinsvegar ekkert ákveðið hvort það sé ástæða til þess að endurskoða það hvort ég fari eitthvað út í pólitík." Sigmundur nefnir að í umræðum um þessi mál hafi komið fram að hann hafi verið flokksbundinn Framsóknarmaður í mörg ár, það sé hinsvegar ekki rétt. „Enda hefði það ekkert verið hægt þar sem fréttamenn á Rúv mega ekki vera í pólitík, þannig að það hefur ekki einu sinni verið um það að ræða." Sigmundur þarf hinsvegar að hafa hraðar hendur ef honum snýst hugur. Landsfundur Framsóknarflokksins er núna í janúar, en þar verður kosinn nýr formaður flokksins. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur og fyrrverandi fréttamaður segir fólk héðan og þaðan af landinu hafa haft samband við sig að undanförnu. Mikið af því fólki virðist vilja fá hann til formennsku í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir sérstakt að framsóknarmenn vilji hann sem formann þar sem hann sé ekki einu sinni skráður í flokkinn. Hann segist ekki vera á leiðinni í pólitík sem stendur. „Já, það virðist vera mikill áhugi fyrir því svona héðan og þaðan. Ég veit nú eiginlega ekki hvernig það gerðist enda er ég ekkert í flokknum og hafði ekki hugsað mér að taka neinn þátt í pólitík," segir Sigmundur í samtali við Vísi. Sigmundur segir að vissulega sé dálítið sérstakt að fólk héðan og þaðan af landinu hafi haft samband við sig vegna þessa. Meðal annars hafði hópur fólks af Austurlandi samband við Sigmund sem hann hafði aldrei hitt áður. Hann fór hinsvegar Austur í síðustu viku og hitti þetta fólk. „Þau höfðu samband og voru að kanna áhuga minn á þessu. Ég sagði þeim að ég teldi þetta ekki raunhæft en það væri sjálfsagt mál að hitta hvern sem vildi ræða almennt um stöðu landsins og hvaða leiðir væru færar í því," segir Sigmundur. Hann segir að á síðustu vikum hafi hann verið að beita sér í þeim málum sem snerta stöðu þjóðarinnar. En hann hefur meðal annars verið í forsvari fyrir Indefence hópinn. „Ég hef sagt við þá sem telja mig hafa eitthvað fram að færa að það sé sjálfsagt mál að ræða málin, ég hef hinsvegar ekkert ákveðið hvort það sé ástæða til þess að endurskoða það hvort ég fari eitthvað út í pólitík." Sigmundur nefnir að í umræðum um þessi mál hafi komið fram að hann hafi verið flokksbundinn Framsóknarmaður í mörg ár, það sé hinsvegar ekki rétt. „Enda hefði það ekkert verið hægt þar sem fréttamenn á Rúv mega ekki vera í pólitík, þannig að það hefur ekki einu sinni verið um það að ræða." Sigmundur þarf hinsvegar að hafa hraðar hendur ef honum snýst hugur. Landsfundur Framsóknarflokksins er núna í janúar, en þar verður kosinn nýr formaður flokksins.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira