Náttúruvernd 17. desember 2008 06:00 Umhverfisráðherra hefur nýverið lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun til næstu 5 ára. Samkvæmt tillögunni er friðuðum svæðum í náttúru Íslands enn fjölgað. Það er mikilvægt að við umgöngumst okkar víðfeðmu villtu náttúru af virðingu. Komandi kynslóðir þurfa að geta treyst því að geta nýtt ríkar náttúruauðlindir landsins og mikilvægar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, sem byggja að miklu leyti á óspilltri og tignarlegri náttúru landsins. Á Íslandi verður náttúruvernd alltaf samspil nýtingar og friðunar náttúruauðlinda okkar til lands og sjávar. Framtíð þjóðarinnar byggist á skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Við höfum á undanförnum árum sýnt gott fordæmi í þeim efnum. Fáum þjóðum hefur tekist betur upp við að viðhalda sterkum nytjastofnum hafsins. Á það við um okkar helstu fiski- og hvalastofna. Á landi höfum við þegar verndað u.þ.b. 20% alls landsins, um 19.500 ferkílómetra eða tæpar 2 milljónir hektara. Í samanburði myndi nýting á okkar helstu fallvötnum og háhitasvæðum til virkjanaframkvæmda spanna u.þ.b. 2% af landinu. Einhversstaðar liggur eðlilegt hlutfall milli nýtingar og verndunar og ekki verður annað sagt en að við höfum almennt látið náttúruna njóta vafans. Ekki má gleyma því að margar af okkar náttúruperlum og vinsælir ferðamannastaðir hafa orðið til við virkjanaframkvæmdir. Má þar m.a. nefna Elliðavatn, Bláá Lónið og Kárahnjúkavirkjun. Nú fer umrædd tillaga til umsagnar þeirra aðila sem gagnrýna munu hana m.a. út frá nýtingarsjónarmiðum. Það er þjóðinni mikilvægt að hlustað verði vel á þá gagnrýni og að tillit verði tekið til þeirra sjónarmiða sem þar munu koma fram. Það er ekki síður mikilvægt að þeir sem telja sig til forystu í umhverfismálum hafi í huga mikilvægi nýtingu náttúruauðlinda fyrir efnahag landsins og atvinnusköpun. Það hefur einkennt umræðu um þessi mál of mikið að þeir sem telja sig til forystu á þeim vettvangi hafa lítið verið til tals um mikilvæg nýtingarsjónarmið. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur nýverið lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun til næstu 5 ára. Samkvæmt tillögunni er friðuðum svæðum í náttúru Íslands enn fjölgað. Það er mikilvægt að við umgöngumst okkar víðfeðmu villtu náttúru af virðingu. Komandi kynslóðir þurfa að geta treyst því að geta nýtt ríkar náttúruauðlindir landsins og mikilvægar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, sem byggja að miklu leyti á óspilltri og tignarlegri náttúru landsins. Á Íslandi verður náttúruvernd alltaf samspil nýtingar og friðunar náttúruauðlinda okkar til lands og sjávar. Framtíð þjóðarinnar byggist á skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Við höfum á undanförnum árum sýnt gott fordæmi í þeim efnum. Fáum þjóðum hefur tekist betur upp við að viðhalda sterkum nytjastofnum hafsins. Á það við um okkar helstu fiski- og hvalastofna. Á landi höfum við þegar verndað u.þ.b. 20% alls landsins, um 19.500 ferkílómetra eða tæpar 2 milljónir hektara. Í samanburði myndi nýting á okkar helstu fallvötnum og háhitasvæðum til virkjanaframkvæmda spanna u.þ.b. 2% af landinu. Einhversstaðar liggur eðlilegt hlutfall milli nýtingar og verndunar og ekki verður annað sagt en að við höfum almennt látið náttúruna njóta vafans. Ekki má gleyma því að margar af okkar náttúruperlum og vinsælir ferðamannastaðir hafa orðið til við virkjanaframkvæmdir. Má þar m.a. nefna Elliðavatn, Bláá Lónið og Kárahnjúkavirkjun. Nú fer umrædd tillaga til umsagnar þeirra aðila sem gagnrýna munu hana m.a. út frá nýtingarsjónarmiðum. Það er þjóðinni mikilvægt að hlustað verði vel á þá gagnrýni og að tillit verði tekið til þeirra sjónarmiða sem þar munu koma fram. Það er ekki síður mikilvægt að þeir sem telja sig til forystu í umhverfismálum hafi í huga mikilvægi nýtingu náttúruauðlinda fyrir efnahag landsins og atvinnusköpun. Það hefur einkennt umræðu um þessi mál of mikið að þeir sem telja sig til forystu á þeim vettvangi hafa lítið verið til tals um mikilvæg nýtingarsjónarmið. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar