Gleðilega þjóðhátíð Oddný Sturludóttir. skrifar 17. júní 2008 04:00 Saga hverrar þjóðar geymir frásagnir af landnemum. Kunnasta frásögn okkar Íslendinga er af landnemunum sem héldu vestur um haf til Kanada um aldamótin 1900. Stór hópur Íslendinga hélt til Brasilíu á svipuðum tíma í leit að betra lífi og á áttunda áratug síðustu aldar mynduðust stórar landnemabyggðir Íslendinga á Norðurlöndunum. Íslenskir landnemar eru yfirleitt í kringum 25.000 talsins; í Evrópu, Bandaríkjunum og um allan heim. Landnemar eiga það sammerkt að taka sig upp og flytjast milli landa í eftirsókn eftir menntun, reynslu, starfi við hæfi, betri lífskjörum eða hreinni ævintýraþrá. Sumir fylgja fjölskyldu sinni og ástvinum, aðrir koma sem flóttamenn og öðlast mun betri lífsgæði enda er bakland þeirra gjarnan ótryggt og aðstæður hörmulegar. Landnemar á Íslandi hafa í gegnum tíðina ekki verið margir en undanfarna áratugi hefur breyting orðið á. Íslenskt samfélag verður æ fjölmenningarlegra og fjölbreytilegra og því fylgja nýjar áskoranir, ný verkefni, ný viðhorf. Síðastliðna helgi var stofnað nýtt félag sem er tengt Samfylkingunni en þó opið öllum. Félagið heitir Landneminn og er fyrir nýbúa sem síbúa, landnema sem innfædda. Markmið Landnemans er að skapa samræður milli sí- og nýbúa, halda á lofti opinni umræðu um ávinning og áskoranir í fjölmenningarsamfélagi, að gera landnema sýnilegri í þjóðmála- og stjórnmálaumræðu en ekki síst að gera landnemum auðveldara fyrir að taka sín fyrstu skref inn í stjórnmálastarf. Í gegnum stjórnmálastarf geta þeir sannarlega haft áhrif á þá löggjöf sem varðar þeirra mál, þeir geta komið sínum sjónarmiðum áleiðis og haft áhrif á samfélagið sem þeir kusu að búa í. Nú er lag. Samfylkingin er alþjóðasinnaður flokkur sem ber nú ábyrgð á málefnum innflytjenda í ráðuneyti félags- og tryggingarmála. Hið nýja félag Landneminn mun ekki láta sitt eftir liggja í ráðgjöf, samvinnu og hlutdeild. Upplifun landnema fyrstu árin í nýju landi er keimlík. Tungumálið getur verið hart undir tönn, aðrar hefðir og önnur viðmið, einmanaleiki og lítið bakland fjölskyldu. Allir landnemar, íslenskir sem erlendir, vilja þó að vel sé tekið á móti þeim í nýju landi, að sjónarmið þeirra séu virt, að menning þeirra njóti sannmælis og að framlag þeirra til samfélagsins sé metið að verðleikum. Gleðilega þjóðhátíð. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn Landnemans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Saga hverrar þjóðar geymir frásagnir af landnemum. Kunnasta frásögn okkar Íslendinga er af landnemunum sem héldu vestur um haf til Kanada um aldamótin 1900. Stór hópur Íslendinga hélt til Brasilíu á svipuðum tíma í leit að betra lífi og á áttunda áratug síðustu aldar mynduðust stórar landnemabyggðir Íslendinga á Norðurlöndunum. Íslenskir landnemar eru yfirleitt í kringum 25.000 talsins; í Evrópu, Bandaríkjunum og um allan heim. Landnemar eiga það sammerkt að taka sig upp og flytjast milli landa í eftirsókn eftir menntun, reynslu, starfi við hæfi, betri lífskjörum eða hreinni ævintýraþrá. Sumir fylgja fjölskyldu sinni og ástvinum, aðrir koma sem flóttamenn og öðlast mun betri lífsgæði enda er bakland þeirra gjarnan ótryggt og aðstæður hörmulegar. Landnemar á Íslandi hafa í gegnum tíðina ekki verið margir en undanfarna áratugi hefur breyting orðið á. Íslenskt samfélag verður æ fjölmenningarlegra og fjölbreytilegra og því fylgja nýjar áskoranir, ný verkefni, ný viðhorf. Síðastliðna helgi var stofnað nýtt félag sem er tengt Samfylkingunni en þó opið öllum. Félagið heitir Landneminn og er fyrir nýbúa sem síbúa, landnema sem innfædda. Markmið Landnemans er að skapa samræður milli sí- og nýbúa, halda á lofti opinni umræðu um ávinning og áskoranir í fjölmenningarsamfélagi, að gera landnema sýnilegri í þjóðmála- og stjórnmálaumræðu en ekki síst að gera landnemum auðveldara fyrir að taka sín fyrstu skref inn í stjórnmálastarf. Í gegnum stjórnmálastarf geta þeir sannarlega haft áhrif á þá löggjöf sem varðar þeirra mál, þeir geta komið sínum sjónarmiðum áleiðis og haft áhrif á samfélagið sem þeir kusu að búa í. Nú er lag. Samfylkingin er alþjóðasinnaður flokkur sem ber nú ábyrgð á málefnum innflytjenda í ráðuneyti félags- og tryggingarmála. Hið nýja félag Landneminn mun ekki láta sitt eftir liggja í ráðgjöf, samvinnu og hlutdeild. Upplifun landnema fyrstu árin í nýju landi er keimlík. Tungumálið getur verið hart undir tönn, aðrar hefðir og önnur viðmið, einmanaleiki og lítið bakland fjölskyldu. Allir landnemar, íslenskir sem erlendir, vilja þó að vel sé tekið á móti þeim í nýju landi, að sjónarmið þeirra séu virt, að menning þeirra njóti sannmælis og að framlag þeirra til samfélagsins sé metið að verðleikum. Gleðilega þjóðhátíð. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn Landnemans.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar