Erlent

Íbúar í Flórída eru viðbúnir Fay

Fay gengur yfir Flórída í dag. Mynd/ AFP.
Fay gengur yfir Flórída í dag. Mynd/ AFP.

Stjórnvöld og íbúar í Flórída búa sig undir það að hitabeltisstormurinn Fay fari yfir ríkið í dag, en talið er að hann hafi orðið tugum manna að bana í Dóminíska lýðveldinu og Haíti.

Óveðrið hefur þegar náð að Key West í Flórída og hefur flætt yfir nokkra vegi þar. Charlie Crist, fylkisstjóri í Flórída, segir að yfirvöld í fylkinu séu viðbúnin því versta. Hann segir að 500 manna björgunarlið verði að störfum og hægt verði að kalla út átta þúsund og fimm hundruð menn í viðbót ef þörf krefji.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×