Innlent

Fundu 50 grömm af kókaíni við húsleit í miðborginni

MYND/GVA

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í fyrrinótt hald á allnokkurt magn af fíkniefnum í húsleit í miðborg Reykjavíkur. Talið er að um sé að ræða tæplega 50 grömm af kókaíni og lítilræði af marijúana.

Einnig var lagt hald á 150 þúsund krónur í peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl um þrítugt var handtekinn vegna rannsóknar málsins eftir því sem segir í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×