Cassell genginn til liðs við Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2008 09:41 Sam Cassell, verðandi leikmaður Boston Celtics. Nordic Photos / Getty Images Sam Cassell hefur gengið frá félagaskiptum sínum til Boston Celtics eftir því sem umboðsmaður hans segir. Cassell var búinn að fá sig lausan undan samningi sínum við LA Clippers og var því frjálst að ganga til liðs við annars félags. Það mun hann formlega gera í dag en umboðsmaður hans segir að það sé allt klappað og klárt. „Hann þurfti að sinna nokkrum persónulegum málum í Baltimore þar sem það var dauðsfall í fjölskyldu hans. En hann er á leið til Boston og það er allt frágengið. Hann er virkilega spenntur fyrir þessu," sagði umboðsmaðurinn. Ekki er búist við því að Cassell æfi með sínu nýja félagi fyrr en á morgun en óvíst hvort hann geti spilað með Boston gegn Detroit annað kvöld. Cassell er 38 ára gamall og þykir góð viðbót við annars stjörnum prýtt lið Boston Celtics. Hann er afar reynslumikill leikmaður og þekkir það vel að vinna meistaratitla enda vann hann tvo slíka með Houston árin 1994 og 1995. Hann hefur leikið 115 leiki í úrslitakeppninni á sínum ferli sem er mikilvægt fyrir Boston sem hefur ekki farið langt í úrslitakeppninni undanfarin ár. „Þetta er leikmaður sem er löngu búinn að sanna sig," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. „Við þurfum bara að sjá hvernig hann passar best í liðið okkar. Hann kemur hingað með réttu hugarfari og vill bara hjálpa til ef hann getur." Cassell hefur þó ekki spilað nema 38 leiki á tímabilinu en síðast spilaði hann leik þann 20. febrúar en hann hefur verið frá vegna úlnliðsmeiðsla. NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Sam Cassell hefur gengið frá félagaskiptum sínum til Boston Celtics eftir því sem umboðsmaður hans segir. Cassell var búinn að fá sig lausan undan samningi sínum við LA Clippers og var því frjálst að ganga til liðs við annars félags. Það mun hann formlega gera í dag en umboðsmaður hans segir að það sé allt klappað og klárt. „Hann þurfti að sinna nokkrum persónulegum málum í Baltimore þar sem það var dauðsfall í fjölskyldu hans. En hann er á leið til Boston og það er allt frágengið. Hann er virkilega spenntur fyrir þessu," sagði umboðsmaðurinn. Ekki er búist við því að Cassell æfi með sínu nýja félagi fyrr en á morgun en óvíst hvort hann geti spilað með Boston gegn Detroit annað kvöld. Cassell er 38 ára gamall og þykir góð viðbót við annars stjörnum prýtt lið Boston Celtics. Hann er afar reynslumikill leikmaður og þekkir það vel að vinna meistaratitla enda vann hann tvo slíka með Houston árin 1994 og 1995. Hann hefur leikið 115 leiki í úrslitakeppninni á sínum ferli sem er mikilvægt fyrir Boston sem hefur ekki farið langt í úrslitakeppninni undanfarin ár. „Þetta er leikmaður sem er löngu búinn að sanna sig," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. „Við þurfum bara að sjá hvernig hann passar best í liðið okkar. Hann kemur hingað með réttu hugarfari og vill bara hjálpa til ef hann getur." Cassell hefur þó ekki spilað nema 38 leiki á tímabilinu en síðast spilaði hann leik þann 20. febrúar en hann hefur verið frá vegna úlnliðsmeiðsla.
NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira