Erlent

Farartæki rússneska hersins hefja brottflutning frá Georgíu

Rússar með georgíska hermenn í sinni vörslu.
Rússar með georgíska hermenn í sinni vörslu. MYND/Reuters

Rússnesk herfarartæki sáust yfirgefa Georgíu í morgun. Blaðamaður Reuters segist hafa séð tylft herflutningsbíla keyra yfir til Rússlands og að í fjarlægð sjáist önnur faratæki nálgast landamærin. Ekkert sást þó til vopnaðra farartækja og þótti flotinn sem var á leið úr landi ekki mjög ógnvænlegur.

Svo virðist sem Rússar ætli loksins að verða við þrýstingi frá helstu herraþjóðum Vesturveldanna sem krefjast þess að rússneskt herlið verði flutt á brott frá Georgíu, án tafar. Bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hafa deilt hart á stjórnvöld í Moskvu en hingað til hefur það skilað litlum árangri.

Dmitry Medvedev hefur hins vegar ítrekað fullyrt að her Rússa sé á leið úr landi. Engin teikn hafa hins vegar verið á lofti um að svo sé, heldur frekar þvert á móti. Ekki er langt síðan að Medvedev sagði að herinn yrði á bak og burt næstkomandi föstudag og nú virðist sem forsetanum hafi verið einhver alvara með orðum sínum.

Þó verður að taka þessum tíðindum með fyrirvara enda eru rússneskar hersveitir enn ekkert á faraldsfæti rétt tæpum fimmtíu kílómetrum fyrir utan Tblisi, höfuðborg Georgíu, né í öllu landinu yfir höfuð.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×