Innlent

Bleshæna sást á Djúpavogi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bleshæna (fulica atra).
Bleshæna (fulica atra). MYND/Björn Gísli Arnarsson

Sigurjón Stefánsson, fuglaskoðari á Djúpavogi, rak í gær augun í bleshænu, eftir því sem greint er frá á fuglavef Djúpavogshrepps. Var hænan á ferð við Fýluvog en þessi tegund, sem ber latneska heitið fulica atra, er fremur fágætur fugl og eru, að sögn vefjarins, nokkur ár síðan hún sást síðast og þá við Gleðivík innri.

Ekki var nægilega ljóst til að ná mynd af dýrinu en vefritarar þar eystra fengu góðfúslegt leyfi til að birta ágæta mynd Björns Gísla Arnarssonar af vefnum fuglar.is. Veitti Björn Vísi leyfi sitt einnig, ekki síður góðfúslega.

Sigurjón fuglaskoðari mun einnig hafa séð fyrsta skeiðandarpar sumarsins í gær á vatninu við endann á flugbrautinni á Djúpavogi og vantar þá að sögn fréttavefjarins aðeins gargöndina í hóp þeirra andartegunda sem verpa á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×