Erlent

Stemma stigu við óöld í áhorfendastúkum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla og knattspyrnufélög í Danmörku hyggjast nú taka höndum saman til að tryggja frið á stórum knattspyrnuleikjum en svo rammt er farið að kveða að áfengis- og fíkniefnaneyslu í áhorfendastúkum að til vandræða horfir.

Lögreglan í Vejle hefur hleypt af stokkunum átakinu Narko ud af Stadion sem þýða mætti stöffið úr stúkunni og felst í því að sérstakir eftirlitsmenn hafa vakandi auga með líklegum vandræðagemsum og vísa þeim frá. Öryggisstjóri knattspyrnuliðsins Brøndby fagnar átakinu og segir að það þurfi að ná til allra leikvanga landsins sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×