Innlent

VÍS með opið alla helgina vegna skjálftans

VÍS hefur ákveðið að bregðast við miklu álagi og eftirspurn eftir þjónustu og ráðgjöf vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi í gær.  Því verða skrifstofur félagsins á Selfossi og í Hveragerð og þjónustuver VÍS í síma 5605000 opin bæði laugardag og sunnudag frá klukkan 9-17. 

Starfsmenn VÍS lögðu sig alla fram í dag við að skrá tjón og veita ráðgjöf til viðskiptavina sinna bæði í gegnum síma og ekki síst á þjónstuskrifstofun félagsins í Hveragerði, Selfossi, Hellu, Hvolsvelli og í Þorlákshöfn.   Starfsmönnum þar var fjölgað til muna með liðsauka frá Reykjavík.

“Nær allar deildir fyrirtækisins tóku þátt í að svara símtölum sem bárust okkur í dag.  Þannig voru margfalt fleiri en venjulega að svara í símann og símtöl hafa aldrei verið fleiri á einum degi”, segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs VÍS.

VÍS hefur  tekið að sér að skrá tjón vegna skjálftanna samkvæmt samningi við Viðlagatryggingu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×