Erlent

Flugvél Maós boðin til sölu

Aukinni velsæld fylgja ný úrlausnarefni. Bílaeign hefur aukist mjög í Kína á síðustu árum. Nú er svo mikill skortur á bílastæðum í kringum verslunarmiðstöð í bænum Zhuhai að forstjórinn ætlar að selja gamla flugvél, sem þar var til sýnis.

Frægur eigandi var að vélinni, sjálfur Maó Zedong, fyrsti formaður Kínverska kommúnistaflokksins, sem lést árið 1976.

Vélin er bresk Trident-þota, keypt til Kína 1969, sem hefur ekki verið flogið síðan 1986. Eigendur verslunarmiðstöðvarinnar keyptu hana árið 1999.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×