Viðskipti innlent

SPRON vinnur að styrkingu á eiginfjárstöðu sinni

SPRON hefur á undanförnum vikum unnið að því að styrkja eiginfjárstöðu félagsins í náinni samvinnu við stjórnvöld og erlenda lánaveitendur en eiginfjárstaða SPRON veiktist umtalsvert við fall bankanna í október.

Í tilkynningu um málið segir að í ljósi þeirrar óvissu sem ríkt hefur á fjármálamarkaði í kjölfarið, hefur verið lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í SPRON og verður lokað fyrir viðskiptin enn um sinn.

Áframhaldandi stöðvun viðskipta er í samræmi við vilja stjórnenda SPRON og hefur verið óskað eftir því að ekki verði opnað fyrir viðskipti fyrr en viðræður við stjórnvöld og erlenda lánveitendur hafa verið til lykta leidd. Er niðurstöðu þeirra viðræðna að vænta áður en langt um líður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×