Erlent

Leynileg hátíðarhöld í Afganistan

Hamid Karzai.
Hamid Karzai.

Stjórnvöld í Afganistan hafa ákveðið að halda þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan á leynilegum stað. Þetta var ákveðið í ljósi þess að Talibanar reyndu að ráða Hamid Karzai forseta af dögum á hersýningu í apríl síðastliðnum.

Talsmaður varnarmálaráðuneytisins vildi þó ekki viðurkenna að Talibanar hefðu ráðið þessum breytingum. Hann sagði á fundi með fréttamönnum að ekki yrði haldið upp á daginn opinberlega til þess að trufla ekki umferð í höfuðborginni Kabúl.

Undanfarin ár hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegeur á íþróttaleikvangi skammt frá forsetahöllinni að viðstöddum erlendum sendimönnum og herforingjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×