Erlent

Lögreglan í Kaupmannahöfn sleppti rannsókn á barnaklámi

Lögreglan í Kaupmannahöfn lét hjá líða að rannsaka mál 57 Dana sem reyndu að kaupa barnaklám á netinu í fyrra.

Lögreglan þekkti nöfn þeirra allra en enginn þeirra var sóttur til saka fyrir athæfið eins og dönsk lög kveða á um. Varaformaður Danska þjóðarflokksins, Peter Skaarup, segir málið vera reginhneyksli og hann hefur krafist rannsóknar af hálfu dómsmálaráðuneytisins á vinnubrögðum lögreglunnar í þessu því.

Barnaklámsmál þetta hófst síðasta vor er 23 ára gamall maður setti upp 20 heimasíður þar sem barnaklám var í boði. 57 Danir borguðu fyrir aðgang að síðunum með krítarkorti sínu. Meðan þeir leituðu að kláminu á síðunum tæmdi maðurinn kortin þeirra og náði af þeim rúmlega sjö milljónum króna. Hann var síðar dæmdur fyrir fjársvik en klámhundarnir sluppu við málsókn.

Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við Nyhedsavisen að upphaflega hafi lögreglan ákveðið að salta málið en í ljósi síðustu málaferla í barnaklámsmálum verði sú ákvörðun tekin til endurskoðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×