Viðskipti innlent

Kaupþing lækkar vexti

Hreiðar Már, forstjóri Kaupþings
Hreiðar Már, forstjóri Kaupþings

Kaupþing hefur ákveðið að lækka vexti á íbúðalánum sínum um 0.15%. Lægstu vextir bankans voru 6.05% en verða nú 5.9%

Kaupþing segir að eftir að skuldabréfaútboð, sem lauk í gær, sé ávöxtunarkrafa þeirra peninga sem bankinn hyggst lána viðskiptavinum sínum til íbúðakaupa að meðaltali 5%.

Að teknu tilliti til vaxtaálags bankans voru vextir á nýjum íbúðalánum því lækkaðir um 0,15% og verða lægstu vextir bankans á nýjum íbúðalánum 5,90%. Breytingin tekur gildi mánudaginn 29. september










Fleiri fréttir

Sjá meira


×