Erlent

Myndband af McCain eftir að honum var sleppt úr fangabúðum

Richard Nixon og John McCain 1973.
Richard Nixon og John McCain 1973. MYND/AP

Sænska sjónvarpsstöðin SVT birti í kvöld á vefsíðu sinni myndband af John McCain, forstaframbjóðandi repúbikana í Bandaríkjunum, á flugvellinum Hanoi í Víetnam skömmu eftir að honum var sleppt úr fangabúðum.

McCain var orrustuflugmaður í Víetnamstríðinu. Honum var haldið í fangabúðum sem stríðsfanga til ársins 1973 en þá hafði hann dúsað í búðunum í rúmlega 5 ára.

Erik Eriksson, sænskur fréttamaður, fann klippuna þegar hann vann að bókinni ,,Jag såg kärleken och döden" sem fjallar um veru hans í Víetanam en þar starfaði Erik sem stríðsfréttamaður.

Þegar að McCain kom heim hitti hann Richard Nixon þáverandi Bandaríkjaforseta.

Myndbandið frá flugvellinum í Hanoi er hægt að sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×