Skoðun

Gargandi ósnilld

Sigurbjörg á Frakkastíg 24b skrifar

Núna, um hásumar- og háferðamannatímann eru Þingholtin í Reykjavík undirlögð af geðveikum hávaða frá morgni, langt fram á kvöld og á laugardögum líka, að auki svo ljót.

Þetta byrjaði í vor með að Skólavörðustígur var brotinn upp með hrikalegum borhömrum sem negldu frá morgni til kvölds og göngubrýr úr timbri fram og til baka um upprifna götuna. Hallgrímskirkja var klædd í stillans og grænt net frá grunni upp í topp. Svo var farið að sandblása hana með háþrýstitækjum.

Við þekkjum mörg frá gamlárshátíðahöldum hvernig kirkjan endurvarpar hávaða yfir allt hverfið sem svo endurvarpast milli húsanna út um allt. Það sama gildir auðvitað um höggbora og háþrýstitæki.

Kirkjan og háholtið eru vinsælasta myndefni ferðamanna og staður til að setjast niður og borða samloku og spjalla saman og rölta síðan niður Skólavörðustíg þar sem verslanir bjóða aðallega upp á íslenska hönnun af ýmsu tagi.

Þetta er allt búið að eyðileggja

Gatan og kirkjan eins ljót og óaðlaðandi eins og mögulegt erog síðan þessi yfirgengilegi hávaði yfir öllu saman. Fólk getur ekki komið heim úr vinnu og slappað af á kvöldin og á laugardögum.

Nágrannar buðu erlendum vinum í grill og urðu að hlaupa út til að sinna grillinu og svo inn til að borða því ekki er hægt að slaka á eða tala saman fyrr en eftir 22:00, en þá fyrst gat fólkið sest út í sumarblíðuna.

Yrðum við ekki hissa þó hjónaskilnuðum og heimilisóeirðum fjölgaði við þessi skilyrði.

Íbúar á Frakkastíg 24B






Skoðun

Sjá meira


×