Erlent

Sá feitasti út úr húsi í fyrsta sinn í eitt og hálft ár

Fyrrverandi feitasti maður heims, Manuel Uribe, fór út úr húsi í gær í fyrsta sinn í hálft annað ár.

Honum var lyft í rúmi sínu aftan á vöruflutningabíl sem fór með hann að ströndum stöðuvatns í norðurhluta Mexíkó. Þar fékk hann sér fiskbita og spjallaði góðlátlega við fiskimann sem ekki vildi fá hann um borð.

Manuel vegur nú aðeins 310 kíló en var áður rúmlega hálft tonn. Með gríðarlegu átaki hefur Manuel tekist að léttast um 250 kíló. Hann heldur áfram að léttast.

Manuel Uribe fór síðast út úr húsi í mars í fyrra. Þá ýttu sex fílefldir karlmenn stálrúminu hans út á gangstétt þar sem mariachi-hljómsveit spilaði uppáhalds lögin hans og nágrannarnir fögnuðu. Fram að því hafði hann verið rúmfastur inni hjá sér í fimm ár.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×