Erlent

Stjórnarandstæðingar sitja sem fastast í Taílandi

Stjórnarandstæðingar í Taílandi neita enn að yfirgefa skrifstofur forsætisráðherra landsins sem þeir lögðu undir sig fyrir viku.

Krafa mótmælenda er að Samak Sundarvei, forsætisráðherra, segir af sér. Sundarvei lýsti yfir neyðarástandi í Bangkok, höfuðborg Taílands, í gær eftir mikil átök þar í fyrrinótt milli stjórnarandstæðinga og stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar. Mótmælendur segjast ekki óttast aðgerðir hersins og ætla ótrauðir að halda áfram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×