Innlent

Skjálfti á bilinu 3-3,5 reið yfir fyrir stundu

Þetta hús fór illa í skjálftanum á fimmtudaginn.
Þetta hús fór illa í skjálftanum á fimmtudaginn.

Íbúi á Selfossi hafði samband við Vísi fyrir stundu og sagði vel hafa glamrað í glösum hjá sér. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að skjálfti á bilinu 3-3,5 sem á upptök sín í námunda við Kaldaðarnes reið yfir fyrir stundu. Upptökin eru um 8 km suður af Hveragerði.

Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands sagði ekki ólíklegt að íbúar á Selfossi hefðu fundið vel fyrir skjálftanum sem var nær Selfossi en sá sem kom um hálf sjö leytið í gærkvöldi. Þessi skjálfti var þó minni.

Hann sagði skjálftanna frekar vera að minnka í dag en síðustu daga hafa mælst skjálftar á um það bil klukkutíma fresti. Nú líða nokkrir klukkutímar á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×