Innlent

Matti Vanhanen í opinbera heimsókn

Matti Vanhanen.
Matti Vanhanen.

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á mánudag. Þetta kemur fram á finnskri fréttasíðu. Vanhanen verður hér á landi í tvo daga og mun hann hitta Geir Haarde, forsætisráðherra og forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja með starfsemi í Finnlandi.

Þá segir að viðræður Vanhanen og Geirs muni snúast um efnahags- viðskipta- og menningarmál og samvinnu ríkjanna í þeim málum. Evrópumál og samskipti við Rússland verða einnig á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×