Innlent

Rúmlega hundrað hætta á Landspítala eftir fimm daga

Landspítalinn háskólasjúkrahús getur ekki starfað eftir neyðaráætlun í langan tíma segir sviðsstjóri hjúkrunar á spítalanum, en yfir hundrað hjúkrunarfræðingar og geislafræðingar ganga út af spítalanum eftir fimm daga hafi ekki samist í deilunni.

Engin sátt virðist í sjónmáli í deilu Landspítalans og svæfinga- og skurðhjúkrunarfræðinga. 96 hjúkrunarfræðingar hætta störfum vegna óánægju með nýtt vaktafyrirkomulag sem tekur gildi 1. maí. Þá hafa tæplega fimmtíu geislafræðingar einnig sagt upp störfum vegna vaktabreytinga og þar með verða engar röntgen og tölvusneiðmyndatökur á spítalanum. Helga Kristín Einarsdóttir sviðsstjóri hjúkrunar á svæfingar, gjörgæslu og skurðstofusviði Landspítalans er þó enn vongóð um að lausn finnist.

Viðræðum verður haldið áfram eftir helgi en ný neyðaráætlun verður kynnt á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×