Viðskipti innlent

Kólnandi húsnæðismarkaður þrýstir á

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hús í byggingu Kólnandi fasteignamarkaður segir Standard & Poor‘s að geti rýrt gæði eigna Íbúðalánasjóðs. Fréttablaðið/Anton
Hús í byggingu Kólnandi fasteignamarkaður segir Standard & Poor‘s að geti rýrt gæði eigna Íbúðalánasjóðs. Fréttablaðið/Anton
Í neikvæðum lánshæfismatshorfum Íbúðalánasjóðs endurspeglast neikvæðar horfur ríkissjóðs, segir í nýrri umsögn alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor's (S&P). Fyrirtækið sendi í gær frá sér umsögn um stöðu Íbúðalánasjóðs í kjölfar þess að lánshæfi hans var lækkað 17. apríl.

„Við búumst einnig við að kólnandi húsnæðismarkaður á Íslandi geti sett þrýsting á gæði eigna Íbúðalánasjóðs og hagkvæmni reksturs sjóðsins," segir í umsögninni. Þar kemur jafnfram fram að S&P geri ekki ráð fyrir nokkrum þeim breytingum sem dregið gætu úr stuðningi ríkisins við Íbúðalánasjóð fyrr en birt verður lokaniðurstaða EFTA um málefni ríkisins og sjóðsins. Dragi úr stuðningi ríkisins segir S&P það munu þrýsta á um lækkun lánshæfismats á krónuútgáfu sjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×