Ágúst: ,,Ég sá rautt" 26. apríl 2008 23:38 Ágúst Fylkisson á Kirkjusandi á fimmtudag. MYND/Daníel R. Ágúst Fylkisson, sem réðst á lögregluþjón við Kirkjusand á fimmtudag, segist hafa misst stjórn á skapi sínu vegna þess að hann fékk ekki afhenta kylfu sem lögregla tók af honum á staðnum. Þetta kemur fram á heimasíðunni Samtaka.net þar sem Ágúst biðst afsökunar á framferði sínu. ,,Það er ekkert launungarmál að ég er bæði sleginn og leiður yfir atviki því sem varð síðastliðinn fimmtudag þegar ég missti stjórn á skapi mínu og snéri niður lögregluþjón við Kirkjusand. Ég veit fullvel að það er ekkert sem ég get sagt til að taka þetta til baka, en þar sem fleiri hafa misst sig en ég vil ég koma nokkrum hlutum á hreint," segir Ágúst í upphafi. Hann segir að neyð hafi hrakið hann og aðra atvinnubílstjóra út í aðgerðir og að þær hafi tekið sinn toll. Þanþolið hafi verið við það að bresta á miðvikudag þegar hann hafi horft upp á lögregluna beita félaga hans, saklausa áhorfendur og jafnvel barn hörku af fyrra bragði. Segir hann lögreglu hafa farið langt fram úr meðalhófsreglu á þeim degi. Segir lögreglumenn hafa verið ögrandi á Kirkjusandi ,,Mín leið á erfiðum tímum hefur venjulega verið að hlægja að aðstæðum og það fór því svo að ég stillti mér upp fyrir blaðalljósmyndara á fimmtudeginum veifandi kylfu og grettur á svip, þetta átti að vera nett ádeila á viðbrögð lögreglu deginum áður. Eftir myndatökuna mæti ég á Kirkjusand til að sýna félögum mínum stuðning. Á kirkjusandi var ég beðinn um leyfi fyrir líkamsleit sem ég sagði óþarfa og afhenti möglunarlaust kylfuna en tók það skýrt fram að ég vildi fá hana til baka þegar ég færi af svæðinu og var það samþykkt af lögregluþjóni. Eitthvað leist yfirvaldinu samt illa á "vopnaburðinn" og var ég beðinn um skilríki sem ég afhenti án teljandi muldurs. Hegðun lögreglumanna á svæðinu fannst mér ögrandi og virðing í samskiptum engin, t.d. tók það mikið tuð að fá skilríkið til baka. Þegar skilríkjunum var loks skilað og ég hugðist hafa mig á brott af svæðinu og bið um kylfu mína til baka þá neitaði lögreglumaður því þrátt fyrir fyrr gefið loforð. Það verður að viðurkennast að þarna sá ég rautt. Ég hlaut sjálfur ágætt uppeldi og hef ekki lagt fyrir mig að ljúga og svíkja, þessi eignaupptaka fannst mér með öllu ósanngjörn og ekki bætti þau tilsvör sem ég fékk þegar ég ítrekaði kröfu mína. Það sem gerðist næst er hlutur sem ég sé mikið eftir en ég snéri niður lögregluþjóninn sem hafði ögrað mér," segir Ágúst. Þungi lögreglumanna hafi skaðað félaga þeirra mest Hann bætir svo við að þegar lögregla hafi stokkið á hann eftir árásin hafi hann fljótlega sleppt taki á lögregluþjóninum en legið fastur í þvögu sárþjáður með laskað hné og í andnauð ,,og var því hvorki fær um að meiða lögregluþjóninn, né koma mér úr þvögunni. Þungi lögregluþjónanna sem ofaná okkur lá held ég að hafi skaðað téðan lögreglumann meira en nokkuð annað," segir Ágúst enn fremur. ,,Einhverjir fjölmiðlar hafa ekki sagt eða sýnt frá öllu eins og þetta kom fyrir. Ég vil nota þetta tækifæri til að biðja lögregluþjóninn afsökunar, það var ekki ætlun mín að meiða hann og er ég þess fullviss að ef við hefðum hittst við aðrar kringumstæður hefðum við getað sötrað saman bjór og rætt um boltann, aðstæðurnar voru bara fjandsamlegri en svo og það fundu fleiri en ég því margt hefur fokið í hitanum síðustu daga," Ágúst sem vonar að atvikið leiði ekki til þess að það dragi úr stuðningi við málstað atvinnubílstjóra. Enginn fer í svona aðgerðir nema neyðin sé mikil ,,Það fer enginn útí svona aðgerðir nema neyðin sé þess mun meiri. Þegar aðstæður eru þannig að það er upp og ofan hvort maður getur brauðfætt fjölskylduna þá fara menn útí aðgerðir, það er náttúrulegt. Ég vona að fólk taki afsökunarbeiðni minni og standi við bakið á því góða fólki sem minnir á sig með nettri borgaralegri óhlýðni," segir að lokum í pistli Ágústs Fylkissonar. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Ágúst Fylkisson, sem réðst á lögregluþjón við Kirkjusand á fimmtudag, segist hafa misst stjórn á skapi sínu vegna þess að hann fékk ekki afhenta kylfu sem lögregla tók af honum á staðnum. Þetta kemur fram á heimasíðunni Samtaka.net þar sem Ágúst biðst afsökunar á framferði sínu. ,,Það er ekkert launungarmál að ég er bæði sleginn og leiður yfir atviki því sem varð síðastliðinn fimmtudag þegar ég missti stjórn á skapi mínu og snéri niður lögregluþjón við Kirkjusand. Ég veit fullvel að það er ekkert sem ég get sagt til að taka þetta til baka, en þar sem fleiri hafa misst sig en ég vil ég koma nokkrum hlutum á hreint," segir Ágúst í upphafi. Hann segir að neyð hafi hrakið hann og aðra atvinnubílstjóra út í aðgerðir og að þær hafi tekið sinn toll. Þanþolið hafi verið við það að bresta á miðvikudag þegar hann hafi horft upp á lögregluna beita félaga hans, saklausa áhorfendur og jafnvel barn hörku af fyrra bragði. Segir hann lögreglu hafa farið langt fram úr meðalhófsreglu á þeim degi. Segir lögreglumenn hafa verið ögrandi á Kirkjusandi ,,Mín leið á erfiðum tímum hefur venjulega verið að hlægja að aðstæðum og það fór því svo að ég stillti mér upp fyrir blaðalljósmyndara á fimmtudeginum veifandi kylfu og grettur á svip, þetta átti að vera nett ádeila á viðbrögð lögreglu deginum áður. Eftir myndatökuna mæti ég á Kirkjusand til að sýna félögum mínum stuðning. Á kirkjusandi var ég beðinn um leyfi fyrir líkamsleit sem ég sagði óþarfa og afhenti möglunarlaust kylfuna en tók það skýrt fram að ég vildi fá hana til baka þegar ég færi af svæðinu og var það samþykkt af lögregluþjóni. Eitthvað leist yfirvaldinu samt illa á "vopnaburðinn" og var ég beðinn um skilríki sem ég afhenti án teljandi muldurs. Hegðun lögreglumanna á svæðinu fannst mér ögrandi og virðing í samskiptum engin, t.d. tók það mikið tuð að fá skilríkið til baka. Þegar skilríkjunum var loks skilað og ég hugðist hafa mig á brott af svæðinu og bið um kylfu mína til baka þá neitaði lögreglumaður því þrátt fyrir fyrr gefið loforð. Það verður að viðurkennast að þarna sá ég rautt. Ég hlaut sjálfur ágætt uppeldi og hef ekki lagt fyrir mig að ljúga og svíkja, þessi eignaupptaka fannst mér með öllu ósanngjörn og ekki bætti þau tilsvör sem ég fékk þegar ég ítrekaði kröfu mína. Það sem gerðist næst er hlutur sem ég sé mikið eftir en ég snéri niður lögregluþjóninn sem hafði ögrað mér," segir Ágúst. Þungi lögreglumanna hafi skaðað félaga þeirra mest Hann bætir svo við að þegar lögregla hafi stokkið á hann eftir árásin hafi hann fljótlega sleppt taki á lögregluþjóninum en legið fastur í þvögu sárþjáður með laskað hné og í andnauð ,,og var því hvorki fær um að meiða lögregluþjóninn, né koma mér úr þvögunni. Þungi lögregluþjónanna sem ofaná okkur lá held ég að hafi skaðað téðan lögreglumann meira en nokkuð annað," segir Ágúst enn fremur. ,,Einhverjir fjölmiðlar hafa ekki sagt eða sýnt frá öllu eins og þetta kom fyrir. Ég vil nota þetta tækifæri til að biðja lögregluþjóninn afsökunar, það var ekki ætlun mín að meiða hann og er ég þess fullviss að ef við hefðum hittst við aðrar kringumstæður hefðum við getað sötrað saman bjór og rætt um boltann, aðstæðurnar voru bara fjandsamlegri en svo og það fundu fleiri en ég því margt hefur fokið í hitanum síðustu daga," Ágúst sem vonar að atvikið leiði ekki til þess að það dragi úr stuðningi við málstað atvinnubílstjóra. Enginn fer í svona aðgerðir nema neyðin sé mikil ,,Það fer enginn útí svona aðgerðir nema neyðin sé þess mun meiri. Þegar aðstæður eru þannig að það er upp og ofan hvort maður getur brauðfætt fjölskylduna þá fara menn útí aðgerðir, það er náttúrulegt. Ég vona að fólk taki afsökunarbeiðni minni og standi við bakið á því góða fólki sem minnir á sig með nettri borgaralegri óhlýðni," segir að lokum í pistli Ágústs Fylkissonar.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira