Viðskipti innlent

Vikuvelta á fasteignamarkaði niður um 70% á milli ára

Vikuveltan á íslenskum fasteignamarkaði fór niður um 70% í síðustu viku ef miðað er við sama tíma á síðasta ári. Alls voru keyptar eignir fyrir 2,2 milljarða í vikunni 18.-24. apríl samkvæmt tölum frá FMR en 7,5 milljarða í sömu viku í fyrra. Þó jókst veltan frá síðustu viku um 200 milljónir.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga var 51 en í sömu viku í fyrra voru þeir 249. Það gerir lækkun upp á 79%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×