Innlent

Andrésar andar leikarnir í Hlíðarfjalli

716 börn renna sér á skíðum þessa dagana í Hlíðarfjalli en Andrésar andar leikarnir standa nú sem hæst. Sumir nota töfraáburð á skíðin sín til að ná sem bestum árangri.

Þetta er í 32. skipti sem leikarnir fara fram og hefur stemmnningin verið einstaklega góð eins og sést á þessum myndum. Og ofan þokulínunnar var eins gott að nota sólvörn. Mótið var sett á miðvikudagskvöld og gengu 716 börn af öllu landinu fylktu liði í skrúðgöngu á Akureyri. Svo hófst keppnin með látum daginn eftir og hafa síðan margir verið kallaðir en fáir útvaldir.

Keppt er í svigi, stórsvigi og göngu. Þegar fréttamaðru Stöðvar 2 var á ferð í fjallinu stóð keppni í stórsviginu sem hæst.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×