Innlent

Skáld í sundi

Nú á þriðja degi sumars í blíðskaparveðri er tilvalið að fara í Seltjarnarneslaug og hlýða á þjóðþekkt skáld lesa upp úr bókmenntaverkum sínum í lauginni í allan dag. Bókmenntadagskráin sem nefnist Lesið í lauginni er í tilefni af alþjóðlegri viku bókarinnar og er haldin á vegum Seltjarnarnessbæjar, Forlagsins og World Class.

Leikarar munu einnig lesa uppúr verkum ásamt bæjarbúum. Þá munu bókahlutar og ljóð vera plöstuð og látin fljóta um í pottunum og lauginni.

Dagskráin hófst klukkan hálfellefu í morgun með upplestri úr barnabókum og síðan tekur við lestur almennra bóka til klukkan hálf átta í kvöld. Frítt er í Seltjarnarneslaug og í World Class í allan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×