Erlent

Skar fóstur úr ófrískri konu

Tuttugu og þriggja ára gömul kona stakk vanfæra kynsystur sína til bana á föstudag í síðustu viku og skar ófætt barnið úr kvið hennar, eftir því sem breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Árásarkonan Phiengchai Sisouvanh Synhavong hringdi í neyðarlínuna eftir árásina og reyndi að telja bráðaliðum trú um að barnið væri hennar eigið. Barnið lifði árásina af og liggur þungt haldið á spítala. Krufning leiddi í ljós að fórnarlambið lést af völdum stungusárs á brjósti. Líkið fannst á laugardag í almenningsgarði í borginni Kennewick, sem er um 360 kílómetrum frá Seattle í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×