Skattlagning olíuvinnslu 4. september 2008 15:56 Frá árinu 1997 hefur verið starfandi starfshópur um olíuleit á landgrunni Íslands á vegum iðnaðarráðuneytisins. Síðan þá hafa lög verið sett um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Árið 2002 var fyrsta leitarleyfið gefið út og eftir það hefur áhugi olíuleitarfyrirtækja aukist. Eitt af þeim atriðum sem olíufyrirtækin horfa til þegar þau taka ákvörðun um hvort fýsilegt sé að hefja olíuleit og -vinnslu er hvernig skattlagningu og gjaldtöku er háttað í viðkomandi ríki. Því er afar mikilvægt að skattaumhverfið sé aðlaðandi fyrir olíufyrirtæki en skili ríkinu um leið sanngjörnum skerf af hagnaðinum. Helstu tegundir skatta og gjalda á þessu sviði eru leyfisgjöld, svæðisgjöld, framleiðslugjöld og sérstakur olíuskattur. Leyfisgjöldum er ætlað að standa undir kostnaði sem stjórnsýslan hefur af meðferð umsókna vegna olíuleitar og olíuvinnslu auk þess að standa undir nauðsynlegu eftirliti með starfsemi fyrirtækja í olíuiðnaði. Svæðisgjöld eru leiga fyrir þau svæði sem viðkomandi fyrirtæki fær til leitar eða vinnslu. Í þeim ríkjum sem svæðisgjöld eru innheimt hafa þau skilað föstum tekjum til ríkissjóðs og um leið virkað sem hvati fyrir leyfishafann til að gefa eftir svæði, sem er ekki nýtt. Framleiðslugjöld byggja á verðmæti framleiðslunnar. Kosturinn við þau er að þau tryggja reglulegar og fyrirsjáanlegar tekjur um leið og vinnsla hefst. Kostnaðarliðir fyrirtækja hafa engin áhrif á útreikning framleiðslugjalda. Fyrirtækin fá tekjur af framleiðslunni samhliða gjaldheimtunni og eru framleiðslugjöldin því minni byrði á þeim en t.d. svæðisgjöldin. Við ákvörðun um skattlagningu olíufyrirtækja þarf að hafa í huga þann gríðarlega kostnað sem til verður vegna olíuleitar. Orkustofnun hefur t.d. áætlað að rannsóknir með fjölgeisladýptarmælingum og hljóðendurvarpsmælingum geti kostað frá fimm hundruð milljónum og allt að einum milljarði króna óháð því hvort niðurstöður mælinga skili einhverjum árangri. Að loknum mælingum þarf að bora tilraunaholur en ein tilraunahola kostar á bilinu tvo til þrjá milljarða króna. Fjöldi tilraunaborhola er misjafn og sem dæmi þá voru boraðar sextíu borholur áður en gjöfulasta olíusvæðið við Nýfundnaland, Hibernia, fannst. Talið er að heildarkostnaður frá því að rannsóknir hefjist og þangað til sjálf olíuvinnslan fari af stað sé um 50 til 100 milljarðar króna. Dæmi eru um að vinnsla hefur verið stöðvuð fljótlega eftir að hún hófst þar sem í ljós kom að magn var ekki nægjanlegt til þess að standa undir framleiðslunni. Af þessu má vera ljóst að þrátt fyrir að miklum fjármunum og tíma sé eytt í undirbúningsvinnu og sú vinna gefi tilefni til jákvæðni um að olíu sé að finna er ekki þar með sagt að hlutirnir eigi eftir að ganga snuðrulaust fyrir sig eða hagnaður verði auðfenginn. Sérfræðingar telja að til þess að olíuframleiðsla geti talist arðbær þá þurfi hver olíulind að gefa af sér 150.000 tunnur af unninni olíu á dag. Ríki eins og Færeyjar, Kanada, Grænland og Noregur innheimta öll svæðisgjöld sem miðast við að borgað sé fast gjald fyrir hvern ferkílómetra. Hins vegar er fyrirkomulag gjaldtökunnar ekki alveg það sama. Í Færeyjum er ársgjald sem helst óbreytt fyrstu sex árin en hækkar eftir þann tíma. Í Kanada er gjaldið innheimt mánaðarlega. Á Grænlandi eru svæðisgjöldin tvíþætt, grunnsvæðisgjald sem heimilar leit án borunar og svo leitarleyfi með borunarleyfi sem eru fimm sinnum hærra. Framleiðslugjöldin virðast aftur á móti vera á undanhaldi hjá flestum ríkjunum. Af fyrrnefndum ríkjum innheimta eingöngu Færeyjar og Kanada framleiðslugjöld. Í Færeyjum er framleiðslugjaldið föst prósenta sem er innheimt á þriggja mánaða fresti. Í Kanada fer gjaldið hins vegar stighækkandi eftir magni framleiðslunnar og greiðist um leið og framleiðslan nær fyrirfram ákveðnu marki. Færeyingar innheimta sérstakan olíuskatt ásamt viðbótarolíuskatti á meðan á Írlandi er aðeins innheimtur almennur fyrirtækjaskattur. Ríki eins Grænland og Færeyjar, sem enn eru að leita að olíu á sínu yfirráðasvæði, halda skattheimtu niðri og reyna að bæta samkeppnishæfni sína með það að markmiði að laða til sín olíuleitar- og olíuvinnslufyrirtæki. Noregur aftur á móti, sem hefur sterka stöðu vegna auðugra og vel rannsakaðra olíulinda og hagstæðra vinnsluskilyrða, getur leyft sér að taka 80% af hagnaði sem myndast í olíuvinnslunni. Í Kanada, líkt og í Noregi, er að finna gjöfular olíulindir en þrátt fyrir það fer samanlögð skattheimta á olíuvinnslufyrirtæki ekki yfir 60% þar í landi. Ef ýmis olíuríki eru síðan borin saman er ljóst að þau ríki sem hafa stærstu olíulindirnar og hagstæð leitar- og vinnsluskilyrði geta leyft sér háa skattlagningu á meðan ríki sem eru enn á því stigi að leita að olíu verða að gæta hófs. Ekki er órökrétt að olíufyrirtækin ætlist til að komið sé til móts við þau líkt og álfyrirtækin gera hér á landi. Hins vegar má ekki gefa of mikið eftir þar sem ávallt þarf að tryggja að ríkið fái ásættanlega hlutdeild af hagnaði vegna nýtingar auðlinda í eigu þjóðarinnar. Óvissuþættir eru margir hér á landi og ekki ljóst hvort og hvenær olíuvinnsla muni hefjast á íslensku yfirráðasvæði. Þessi óvissa réttlætir ekki of háa gjaldtöku. Stjórnvöld þurfa að ákveða hver sé langtíma ávinningur fyrir íslensku þjóðina með olíuvinnslu og hvernig honum verði náð fram þannig að allir getið vel við unað. Sævar Þór Jónsson deildarstjóri/lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Frá árinu 1997 hefur verið starfandi starfshópur um olíuleit á landgrunni Íslands á vegum iðnaðarráðuneytisins. Síðan þá hafa lög verið sett um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Árið 2002 var fyrsta leitarleyfið gefið út og eftir það hefur áhugi olíuleitarfyrirtækja aukist. Eitt af þeim atriðum sem olíufyrirtækin horfa til þegar þau taka ákvörðun um hvort fýsilegt sé að hefja olíuleit og -vinnslu er hvernig skattlagningu og gjaldtöku er háttað í viðkomandi ríki. Því er afar mikilvægt að skattaumhverfið sé aðlaðandi fyrir olíufyrirtæki en skili ríkinu um leið sanngjörnum skerf af hagnaðinum. Helstu tegundir skatta og gjalda á þessu sviði eru leyfisgjöld, svæðisgjöld, framleiðslugjöld og sérstakur olíuskattur. Leyfisgjöldum er ætlað að standa undir kostnaði sem stjórnsýslan hefur af meðferð umsókna vegna olíuleitar og olíuvinnslu auk þess að standa undir nauðsynlegu eftirliti með starfsemi fyrirtækja í olíuiðnaði. Svæðisgjöld eru leiga fyrir þau svæði sem viðkomandi fyrirtæki fær til leitar eða vinnslu. Í þeim ríkjum sem svæðisgjöld eru innheimt hafa þau skilað föstum tekjum til ríkissjóðs og um leið virkað sem hvati fyrir leyfishafann til að gefa eftir svæði, sem er ekki nýtt. Framleiðslugjöld byggja á verðmæti framleiðslunnar. Kosturinn við þau er að þau tryggja reglulegar og fyrirsjáanlegar tekjur um leið og vinnsla hefst. Kostnaðarliðir fyrirtækja hafa engin áhrif á útreikning framleiðslugjalda. Fyrirtækin fá tekjur af framleiðslunni samhliða gjaldheimtunni og eru framleiðslugjöldin því minni byrði á þeim en t.d. svæðisgjöldin. Við ákvörðun um skattlagningu olíufyrirtækja þarf að hafa í huga þann gríðarlega kostnað sem til verður vegna olíuleitar. Orkustofnun hefur t.d. áætlað að rannsóknir með fjölgeisladýptarmælingum og hljóðendurvarpsmælingum geti kostað frá fimm hundruð milljónum og allt að einum milljarði króna óháð því hvort niðurstöður mælinga skili einhverjum árangri. Að loknum mælingum þarf að bora tilraunaholur en ein tilraunahola kostar á bilinu tvo til þrjá milljarða króna. Fjöldi tilraunaborhola er misjafn og sem dæmi þá voru boraðar sextíu borholur áður en gjöfulasta olíusvæðið við Nýfundnaland, Hibernia, fannst. Talið er að heildarkostnaður frá því að rannsóknir hefjist og þangað til sjálf olíuvinnslan fari af stað sé um 50 til 100 milljarðar króna. Dæmi eru um að vinnsla hefur verið stöðvuð fljótlega eftir að hún hófst þar sem í ljós kom að magn var ekki nægjanlegt til þess að standa undir framleiðslunni. Af þessu má vera ljóst að þrátt fyrir að miklum fjármunum og tíma sé eytt í undirbúningsvinnu og sú vinna gefi tilefni til jákvæðni um að olíu sé að finna er ekki þar með sagt að hlutirnir eigi eftir að ganga snuðrulaust fyrir sig eða hagnaður verði auðfenginn. Sérfræðingar telja að til þess að olíuframleiðsla geti talist arðbær þá þurfi hver olíulind að gefa af sér 150.000 tunnur af unninni olíu á dag. Ríki eins og Færeyjar, Kanada, Grænland og Noregur innheimta öll svæðisgjöld sem miðast við að borgað sé fast gjald fyrir hvern ferkílómetra. Hins vegar er fyrirkomulag gjaldtökunnar ekki alveg það sama. Í Færeyjum er ársgjald sem helst óbreytt fyrstu sex árin en hækkar eftir þann tíma. Í Kanada er gjaldið innheimt mánaðarlega. Á Grænlandi eru svæðisgjöldin tvíþætt, grunnsvæðisgjald sem heimilar leit án borunar og svo leitarleyfi með borunarleyfi sem eru fimm sinnum hærra. Framleiðslugjöldin virðast aftur á móti vera á undanhaldi hjá flestum ríkjunum. Af fyrrnefndum ríkjum innheimta eingöngu Færeyjar og Kanada framleiðslugjöld. Í Færeyjum er framleiðslugjaldið föst prósenta sem er innheimt á þriggja mánaða fresti. Í Kanada fer gjaldið hins vegar stighækkandi eftir magni framleiðslunnar og greiðist um leið og framleiðslan nær fyrirfram ákveðnu marki. Færeyingar innheimta sérstakan olíuskatt ásamt viðbótarolíuskatti á meðan á Írlandi er aðeins innheimtur almennur fyrirtækjaskattur. Ríki eins Grænland og Færeyjar, sem enn eru að leita að olíu á sínu yfirráðasvæði, halda skattheimtu niðri og reyna að bæta samkeppnishæfni sína með það að markmiði að laða til sín olíuleitar- og olíuvinnslufyrirtæki. Noregur aftur á móti, sem hefur sterka stöðu vegna auðugra og vel rannsakaðra olíulinda og hagstæðra vinnsluskilyrða, getur leyft sér að taka 80% af hagnaði sem myndast í olíuvinnslunni. Í Kanada, líkt og í Noregi, er að finna gjöfular olíulindir en þrátt fyrir það fer samanlögð skattheimta á olíuvinnslufyrirtæki ekki yfir 60% þar í landi. Ef ýmis olíuríki eru síðan borin saman er ljóst að þau ríki sem hafa stærstu olíulindirnar og hagstæð leitar- og vinnsluskilyrði geta leyft sér háa skattlagningu á meðan ríki sem eru enn á því stigi að leita að olíu verða að gæta hófs. Ekki er órökrétt að olíufyrirtækin ætlist til að komið sé til móts við þau líkt og álfyrirtækin gera hér á landi. Hins vegar má ekki gefa of mikið eftir þar sem ávallt þarf að tryggja að ríkið fái ásættanlega hlutdeild af hagnaði vegna nýtingar auðlinda í eigu þjóðarinnar. Óvissuþættir eru margir hér á landi og ekki ljóst hvort og hvenær olíuvinnsla muni hefjast á íslensku yfirráðasvæði. Þessi óvissa réttlætir ekki of háa gjaldtöku. Stjórnvöld þurfa að ákveða hver sé langtíma ávinningur fyrir íslensku þjóðina með olíuvinnslu og hvernig honum verði náð fram þannig að allir getið vel við unað. Sævar Þór Jónsson deildarstjóri/lögfræðingur
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar