Skorað á ráðherra – heilsuverndinni til heilla Þórunn Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2008 03:45 Mæðravernd, ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæsla, og heilsuvernd aldraðra er sú starfsemi heilsugæslustöðva sem flokkast undir heilsuvernd. Heilsuverndin hefur það að markmiði að fylgjast með og efla heilsu einstaklinga og fjölskyldna. Hún skipar stóran sess í lífi Íslendinga og hefur gert það svo áratugum skiptir. Þjónustan fer hljótt en á þó stóran þátt í að heilsufar Íslendinga er jafn gott og raun ber vitni. Að öðrum stéttum ólöstuðum hafa hjúkrunarfræðingar staðið vörð um þessa þjónustu. Þeir hafa borið hita og þunga af starfseminni, ásamt því að þróa og aðlaga þjónustuna að samfélaginu hverju sinni. Nú eru tímamót í heilsugæslunni. Það á að auka fjölbreytileikann í rekstri. Hvað þýðir það? Hver er framtíðarsýnin? Eru þetta endalok heilsugæslunnar í núverandi mynd? Og hversu mörg rekstrarform er skynsamlegt að hafa í jafn litlu samfélagi og Ísland er? Við gleymum því stundum að Ísland er álíka fjölmennt og þokkalega stórt bæjarfélag í nágrannalöndunum. Nýlega var undirritaður samningur milli heilbrigðisráðherra og Læknafélags Íslands um þjónustu heimilislækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Með þessum samningi er heimilislæknum gefinn kostur á því að reka sínar eigin heimilislæknastöðvar og sinna þar meðal annars ungbarna- og mæðravernd. Samningurinn er eins og blaut tuska í andlit hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra sem hafa byggt upp og þróað heilsuverndina. Þó svo að í samningnum standi að á heimilislæknastöð skuli að jafnaði starfa hjúkrunarfræðingur þá starfar hann á ábyrgð heimilislæknisins. Hjúkrunarfræðingar og læknar eru samstarfsfólk sem vinnur þverfaglega að lausn verkefna. Hjúkrunarfræðingar hafa hingað til ekki starfað á ábyrgð lækna. Einnig má nefna að í samningnum er hvergi minnst á ljósmæður og hver á þá að sinna mæðraverndinni? Þessi samningur milli heilbrigðisráðherra og Læknafélagsins er hjúkrunarfræðingum heilsugæslustöðva mikið áhyggjuefni. Í honum er heilsuverndin ekki metin að verðleikum og hætta er á að uppbygging hennar og framgangur verði ekki sem skyldi. Undanfarin ár hafa hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu unnið ötullega að því að samræma aðgerðir sem snúa að gæðum og skilvirkni í heilsuverndinni. Þar má nefna mikla uppbyggingu og samræmingu í heilsueflingu skólabarna á landsvísu, ungbarnaverndin er að taka miklum breytingum og mæðraverndin hefur verið efld til muna á hverri heilsugæslustöð. Ætla má að þessir þættir falli vel að framsækinni heilsustefnu núverandi ráðherra. Þetta vilja hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í heilsugæslu standa vörð um og fá metið að verðleikum. Ef ný rekstrarform er það sem koma skal í heilsugæslunni verður að gæta þess að taka tillit til allra þátta. Til að geta áfram staðið vörð um heilsuverndina skorum við á ráðherra að semja við hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu um að leiða heilsuverndina og tryggja þannig faglega uppbyggingu hennar með þarfir notenda að leiðarljósi og um leið styrkja stöðu þeirra hjúkrunarfræðinga sem sérhæfa sig í heilsuvernd Íslendinga, þjóðinni til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mæðravernd, ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæsla, og heilsuvernd aldraðra er sú starfsemi heilsugæslustöðva sem flokkast undir heilsuvernd. Heilsuverndin hefur það að markmiði að fylgjast með og efla heilsu einstaklinga og fjölskyldna. Hún skipar stóran sess í lífi Íslendinga og hefur gert það svo áratugum skiptir. Þjónustan fer hljótt en á þó stóran þátt í að heilsufar Íslendinga er jafn gott og raun ber vitni. Að öðrum stéttum ólöstuðum hafa hjúkrunarfræðingar staðið vörð um þessa þjónustu. Þeir hafa borið hita og þunga af starfseminni, ásamt því að þróa og aðlaga þjónustuna að samfélaginu hverju sinni. Nú eru tímamót í heilsugæslunni. Það á að auka fjölbreytileikann í rekstri. Hvað þýðir það? Hver er framtíðarsýnin? Eru þetta endalok heilsugæslunnar í núverandi mynd? Og hversu mörg rekstrarform er skynsamlegt að hafa í jafn litlu samfélagi og Ísland er? Við gleymum því stundum að Ísland er álíka fjölmennt og þokkalega stórt bæjarfélag í nágrannalöndunum. Nýlega var undirritaður samningur milli heilbrigðisráðherra og Læknafélags Íslands um þjónustu heimilislækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Með þessum samningi er heimilislæknum gefinn kostur á því að reka sínar eigin heimilislæknastöðvar og sinna þar meðal annars ungbarna- og mæðravernd. Samningurinn er eins og blaut tuska í andlit hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra sem hafa byggt upp og þróað heilsuverndina. Þó svo að í samningnum standi að á heimilislæknastöð skuli að jafnaði starfa hjúkrunarfræðingur þá starfar hann á ábyrgð heimilislæknisins. Hjúkrunarfræðingar og læknar eru samstarfsfólk sem vinnur þverfaglega að lausn verkefna. Hjúkrunarfræðingar hafa hingað til ekki starfað á ábyrgð lækna. Einnig má nefna að í samningnum er hvergi minnst á ljósmæður og hver á þá að sinna mæðraverndinni? Þessi samningur milli heilbrigðisráðherra og Læknafélagsins er hjúkrunarfræðingum heilsugæslustöðva mikið áhyggjuefni. Í honum er heilsuverndin ekki metin að verðleikum og hætta er á að uppbygging hennar og framgangur verði ekki sem skyldi. Undanfarin ár hafa hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu unnið ötullega að því að samræma aðgerðir sem snúa að gæðum og skilvirkni í heilsuverndinni. Þar má nefna mikla uppbyggingu og samræmingu í heilsueflingu skólabarna á landsvísu, ungbarnaverndin er að taka miklum breytingum og mæðraverndin hefur verið efld til muna á hverri heilsugæslustöð. Ætla má að þessir þættir falli vel að framsækinni heilsustefnu núverandi ráðherra. Þetta vilja hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í heilsugæslu standa vörð um og fá metið að verðleikum. Ef ný rekstrarform er það sem koma skal í heilsugæslunni verður að gæta þess að taka tillit til allra þátta. Til að geta áfram staðið vörð um heilsuverndina skorum við á ráðherra að semja við hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu um að leiða heilsuverndina og tryggja þannig faglega uppbyggingu hennar með þarfir notenda að leiðarljósi og um leið styrkja stöðu þeirra hjúkrunarfræðinga sem sérhæfa sig í heilsuvernd Íslendinga, þjóðinni til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar