Innlent

Alblóðugur eftir handrukkun í Heiðmörk

Farið var með manninn upp í Heiðmörk þar sem hann var laminn.
Farið var með manninn upp í Heiðmörk þar sem hann var laminn.

Um tvö leytið í nótt bankaði alblóðugur maður maður upp á í verslunarmiðstöðinni Kauptúni í Garðabæ. Maðurinn hafði verið tekinn við heimili sitt og farið var með hann upp í Heiðmörk þar sem hann var laminn illa. Maðurinn var fluttur á slysadeild en lögreglan segir um einhverskonar handrukkun að ræða. Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins og er verið að yfirheyra hann.

Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var brotist inn í Sjónvarpsmiðstöðina í Síðumúla. Rúða var brotin og tekið var eitt fjörtíu og tveggja tommu sjónvarp. Lögreglan tekur að tveir menn hafi verið þar á ferðinni en þeir eru ófundnir.

Klukkan hálf sjö í morgun var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð að húsi á Skólavörðustíg eftir að karlmaður reyndi að klifra upp á svalir. Maðurinn datt um fimm metra niður og meiddist á ökkla og mjöðm.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×