Innlent

Mannlaus mannréttindastofa

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar verður mannlaus eftir fimm daga. Þá hættir Þórhildur Líndal sem gegnt hefur starfi mannréttindastjóra í eitt og hálft ár.

Borgarráðsfulltrúar minnihlutans segja skrifstofuna þá verða óstarfhæfa enda hefur Þórhildur verið eini starfsmaðurinn. Svo virðist sem lítill áhugi hafi verið hjá ráðamönnum borgarinnar fyrir starfi skrifstofunnar því Þórhildur hefur ekki fengið að bæta við starfsfólki, eins og fjárveitingar eru til um.

Þórhildur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hún hefði gert sér væntingar um að geta fylgt úr hlaði og komið í framkvæmd víðtækri mannréttindastefnu borgarinnar en það hafi ekki gengið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×